Sport

Ólympíu­meistarinn datt í miðju hlaupi og kemst ekki til Parísar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Athing Mu var gráti næst eftir að draumur hennar um að keppa á Ólympíuleikunum í París var úr sögunni.
Athing Mu var gráti næst eftir að draumur hennar um að keppa á Ólympíuleikunum í París var úr sögunni. getty/Patrick Smith

Ekkert verður af því að Athing Mu vinni gullverðlaun í átta hundruð metra hlaupi á öðrum Ólympíuleikunum í röð.

Mu var aðeins nítján ára þegar hún vann gull í átta hundruð metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Hún þótti líkleg til afreka á leikunum í París í sumar en ekkert verður af þátttöku hennar á þeim.

Mu hrasaði nefnilega í átta hundruð metra hlaupi á bandaríska Ólympíuúrtökumótinu í frjálsum íþróttum og varð ekki meðal þriggja efstu. Ólympíudraumur hennar er því úr sögunni.

Nia Akins varð hlutskörpust í átta hundruð metra hlaupinu og tryggði sér farseðilinn til Parísar ásamt Allie Wilson og Juliette Whittaker sem enduðu í 2. og 3. sæti hlaupsins.

Auk þess að vinna gull í átta hundruð metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 varð Mu heimsmeistari í greininni fyrir tveimur árum. Hún er yngsta konan í sögunni sem hefur bæði verið heims- og Ólympíumeistari í einni grein í frjálsum íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×