Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 12:33 Frá vettvangi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Aðsend Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Það var um hálfellefuleytið á föstudagskvöldið sem vinahjón voru í göngutúr á göngustíg við Lund í Kópavogi. Hjónin eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom karlmaður á þrítugsaldri eftir göngustígnum á rafhlaupahjóli. Ekki vildi betur til en svo að karlmaðurinn ók hjóli sínu utan annan eiginmanninn sem missti jafnvægið við höggið. Til orðaskaks kom á milli mannsins og vinahjónanna sem voru ekki sátt við ógætilegan akstur mannsins á göngustígnum. Maðurinn tók athugasemdum fólksins illa, tók upp hníf og var ógnandi. Annar eiginmaðurinn er læknir og slasaðist alvarlega í átökum við hnífamanninn. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa hnífamanninn undir. Sá fékk sár á hendi í átökunum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu, segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust. Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22. júní 2024 22:05
Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52