„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 13:19 Hannes Jón Jónsson tekur Guðmundur B. Ólafsson til beina í færslu á Instagram í dag. Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan. HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan.
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira