Sport

Snoop vottaði Kobe virðingu sína á hlaupa­brautinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snoop naut sín í botn.
Snoop naut sín í botn. Christian Petersen/Getty Images

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg verður í París þegar Ólympíuleikarnir fara fram. Þar mun hann starfa fyrir sjónvarpsstöðina NBC sem sýnir leikina í Bandaríkjunum. Að því tilefni hljóp hinn 52 ára gamli Snoop 200 metra á dögunum.

Snoop er einn frægasti rappari samtímans eftir að hafa gefið út hvern smellinn á fætur öðrum á sínum tíma. Á mánudag fór fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Eugene í Oregon. Snoop var mættur til að fylgjast með og fjalla um fyrir NBC. 

„Ekki svo slæmt fyrir 52 ára gamlan mann,“ sagði Snoop eftir hlaupið.Kirby Lee/Reuters

Klæddur í íþróttagalla í litum bandaríska fánans og með mynd af Kobe Bryant heitnum ákvað Snoop að taka 200 metra á hlaupabrautinni. Hann var ekki einn en hlaupararnir fyrrverandi Ato Boldon og Wallace Spearmon hlupu með rapparanum. 

Þrátt fyrir að koma langsíðastur af þremenningunum í mark var Snoop gríðarlega sáttur með tímann. Hljóp hann á 34,44 sekúndum.

Ólympíuleikarnir í París fara fram frá 26. júlí til 11. ágúst. NBC hefur sagt lýsingar kappans rafmagnaðar og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst til í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×