Lífið

Pétur G. Markan og Margrét selja ein­býli við eina fal­legustu götu Hafnar­fjarðar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Pétur Markan tók við starfi bæjarstjóra Hveragerðis í mars eftir að hafa sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar.
Pétur Markan tók við starfi bæjarstjóra Hveragerðis í mars eftir að hafa sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar.

Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur hafa sett einbýlishús sitt við Austurgötu í Hafnarfirði á sölu. Húsið var byggt árið 1906. Ásett verð er 91,9 milljónir.

Um er að ræða 98 fermetra járnklætt timburhús á tveimur hæðum. Neðri hæð hússins skiptist í tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi og forstofu. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi. Úr einu þeirra er gengt út á vestur svalir. Við húsið er fallega gróin og afgirt lóð með timburverönd, að því er segir á fasteignavef Vísis. 

Fasteignaljósmyndun

Við Austurgötu standa mörg af elstu og fallegustu húsum Hafnarfjarðar. Þar sem byggð hafa verið ný hús við götuna, hefur þess verið gætt að þau falli vel að þeirri götumynd sem fyrir er.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Pétur hóf ferilinn sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar af krafti í mars síðastliðinn. Síðustu ár sinnt embætti biskupsritara og stýrði samskiptamálum kirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps auk þess sem hann starfaði sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.


Tengdar fréttir

Pétur Markan næsti bæjarstjóri Hveragerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.