Frændsystkini á leið í lækninn: „Sá á fjölskyldugrúppunni að hann hafði líka komist inn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 12:27 Ásta Júlía og Bergur Máni á útskriftardaginn vorið 2019, þegar hvorugt þeirra stefndi á að læra læknisfræði. Aðsend Landsliðskona í körfubolta og slökkviliðsmaður, frændsystkini sem komust bæði inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands í ár, segja þessi tímamót hafa komið þeim mikið á óvart. Hvorugt þeirra hafi í upphafi stefnt á þá vegferð. Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur. Háskólar Tímamót Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur.
Háskólar Tímamót Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira