Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:05 Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar telur að ferðaþjónustan þurfi ekki endilega á markaðsátaki í boði skattgreiðenda að halda. Í rauninni þurfi hún bara að „hætta þessu væli“. Vísir Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46