„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:45 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. „Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira