Innlent

Hækka far­gjöld í strætó

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hækkunin nemur 3,2 prósentum á stökum fargjöldum.
Hækkunin nemur 3,2 prósentum á stökum fargjöldum. Vísir/Steingrímur Dúi

Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Strætó þann fyrsta júlí næstkomandi og nemur hækkunin á stökum fargjöldum 3,2 prósentum og á tímabilskortum 3,85 prósentum. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða þúsund krónur.

Fram kemur í tilkynningu frá Strætó bs að ákvörðunin hafi verið tekin af stjórn félagsins. Ástæðan fyrir hækkuninni hafi meðal annars verið að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði en einnig til að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Samhliða gjaldskrárhækkun Strætó hefur Vegagerðin ákveðið að hækka verð fyrir stök fargjöld á landsbyggðinni en Vegagerðin sér um leiðar Strætó úti á landi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hækkunin nemi 5,3 prósent og fer stakt fargjald úr 570 í 600 krónur. Verð á tímabilskortum helst þó óbreytt. Sem dæmi fer ferð frá Reykjavík til Akureyrar úr 12.540 krónum í 13.200 krónur og ferð frá Reykjavík til Keflavíkur úr 2.28ö krónum í 2.400 krónur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×