Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 10:38 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um. Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um.
Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira