„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2024 18:46 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Einar Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira