„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2024 18:46 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Einar Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent