„Óframkvæmanlegt“ að flýta útfösun bensín- og dísilbíla Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2024 20:31 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir það óframkvæmanlegt að banna nýskráningu bíla sem ganga á jarðefnaeldsneyti eftir tæp fjögur ár. Vinsældir rafbíla hafa dvínað gríðarlega það sem af er árs. Í uppfærðri loftslagsaðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var aðgerðum fjölgað úr 48 í 150. Ein þeirra er það að skoða að flýta því að óheimilt yrði að nýskrá bensín- og dísilbíla um tvö ár. Það myndi þá gerast í byrjun árs 2028 í stað 2030. Klippa: Stjórnvöld gengið of langt Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta afar óraunhæft. „Þetta er í rauninni óframkvæmanlegt og kannski er þetta einhver óskhyggja. Þetta lítur kannski vel út á blaði en það hefur greinilega ekki verið talað við þá sem að þessum málum koma, til dæmis bílgreinina. Þannig það vantar kannski raunverulegar áætlanir á bak við þetta,“ segir Runólfur. Nýskráðum rafbílum fækkar Árið 2023 voru rafbílar 42 prósent allra nýskráðra bíla hér á landi, tæplega ellefu þúsund talsins. 22 prósent bíla voru dísilbílar og 16 prósent bensínbílar. Á fyrstu sex mánuðum 2024 hefur salan á rafbílum dregist verulega saman og voru einungis þrettán prósent nýskráðra bíla rafbílar. Nýskráðum dísilbílum fjölgar og tróna nú á toppnum með 34 prósent og bensínbílarnir eru 26 prósent af þeim nýskráðu. Nýskráningar rafbíla fara úr 42 prósentum í þrettán prósent.Vísir/Hjalti 355 þúsund bílar eru á skrá á landinu, 41 prósent bensínbílar, 39 prósent dísilbílar og einungis 8,4 prósent rafmagnsbílar. Áttatíu prósent bíla á landinu eru bensín- eða dísilbílar.Vísir/Hjalti Brotthvarf ívilnana hafi áhrif Runólfur telur afnám ýmsa ívilnana síðustu áramót við kaup á rafbílum hafa haft slæm áhrif. „Með því að lækka það sem ríkið lagði til með kaupum á rafbílum, leggja á nýtt fimm prósent vörugjald á rafbíla og á sama tíma kom nýtt kílómetragjald á rafbíla og tengiltvinnbíla upp á sex krónur á kílómetrann. Þetta var bara of mikið í einu, þetta greinilega fældi fólk frá sem og tölurnar sýna,“ segir Runólfur. Grípa þurfi til aðgerða til að fjölga rafbílum hér á landi. „Eins og staðan er núna, þá eru rafbílar það dýrari að hvatinn er ekki lengur til staðar. Núverandi aðgerðir eru ekki að duga. Ég held að menn hafi bara gengið of langt,“ segir Runólfur. Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Í uppfærðri loftslagsaðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var aðgerðum fjölgað úr 48 í 150. Ein þeirra er það að skoða að flýta því að óheimilt yrði að nýskrá bensín- og dísilbíla um tvö ár. Það myndi þá gerast í byrjun árs 2028 í stað 2030. Klippa: Stjórnvöld gengið of langt Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta afar óraunhæft. „Þetta er í rauninni óframkvæmanlegt og kannski er þetta einhver óskhyggja. Þetta lítur kannski vel út á blaði en það hefur greinilega ekki verið talað við þá sem að þessum málum koma, til dæmis bílgreinina. Þannig það vantar kannski raunverulegar áætlanir á bak við þetta,“ segir Runólfur. Nýskráðum rafbílum fækkar Árið 2023 voru rafbílar 42 prósent allra nýskráðra bíla hér á landi, tæplega ellefu þúsund talsins. 22 prósent bíla voru dísilbílar og 16 prósent bensínbílar. Á fyrstu sex mánuðum 2024 hefur salan á rafbílum dregist verulega saman og voru einungis þrettán prósent nýskráðra bíla rafbílar. Nýskráðum dísilbílum fjölgar og tróna nú á toppnum með 34 prósent og bensínbílarnir eru 26 prósent af þeim nýskráðu. Nýskráningar rafbíla fara úr 42 prósentum í þrettán prósent.Vísir/Hjalti 355 þúsund bílar eru á skrá á landinu, 41 prósent bensínbílar, 39 prósent dísilbílar og einungis 8,4 prósent rafmagnsbílar. Áttatíu prósent bíla á landinu eru bensín- eða dísilbílar.Vísir/Hjalti Brotthvarf ívilnana hafi áhrif Runólfur telur afnám ýmsa ívilnana síðustu áramót við kaup á rafbílum hafa haft slæm áhrif. „Með því að lækka það sem ríkið lagði til með kaupum á rafbílum, leggja á nýtt fimm prósent vörugjald á rafbíla og á sama tíma kom nýtt kílómetragjald á rafbíla og tengiltvinnbíla upp á sex krónur á kílómetrann. Þetta var bara of mikið í einu, þetta greinilega fældi fólk frá sem og tölurnar sýna,“ segir Runólfur. Grípa þurfi til aðgerða til að fjölga rafbílum hér á landi. „Eins og staðan er núna, þá eru rafbílar það dýrari að hvatinn er ekki lengur til staðar. Núverandi aðgerðir eru ekki að duga. Ég held að menn hafi bara gengið of langt,“ segir Runólfur.
Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent