Yazan, Kant og siðleg breytni á Íslandi Gunnar Hersveinn skrifar 28. júní 2024 19:31 Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun