Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2024 21:48 Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann hefur ekki tekið strætó út á land í mörg ár, en hann segir verðlagninguna glórulausa og nýtir sér frekar aðra kosti eins og skammtímaleigu bíla. vísir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma. Samgöngur Strætó Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma.
Samgöngur Strætó Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira