Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2024 21:48 Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann hefur ekki tekið strætó út á land í mörg ár, en hann segir verðlagninguna glórulausa og nýtir sér frekar aðra kosti eins og skammtímaleigu bíla. vísir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma. Samgöngur Strætó Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma.
Samgöngur Strætó Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira