Það er ákvörðun að beita mannvonsku Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. júlí 2024 08:00 11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun