Mögnuð reynsla og magnaður hópur Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 14:03 Frá vinstri: Magnea Hilmarsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, Birna Björnsdóttir, Kath Howlet, Sara Friðgeirsdottir og Erna Héðinsdóttir. Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn. Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn.
Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira