Erlent

Strangrúaðir mót­mæltu her­skyldu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tugir þúsunda strangtrúaðra gyðinga tóku þátt í mótmælunum.
Tugir þúsunda strangtrúaðra gyðinga tóku þátt í mótmælunum. Mostafa Alkharouf/Anadolu via Getty Images

Mörg þúsund strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Jerúsalem í nótt til þess að mótmæla úrskurði Hæstaréttar Ísraels þess efnis að þeir skuli nú gegna herþjónustu.

Mótmælin hófust í gær og stóðu fram á nótt og til átaka kom á milli hópsins og lögreglu í borginni, sem beitti öflugum vatnsbyssum og hestum til að dreifa mannfjöldanum.

Lögreglan segir að hinir strangtrúuðu hafi hent grjóti að lögreglu og eyðilagt bíl ráðherra í ríkisstjórninni sem átti leið hjá. Herþjónusta er skylda fyrir nær alla Ísraela, en strangrúaðir gyðingar hafa hinsvegar fengið að sleppa henni og læra guðfræði þess í stað. Almenningur hefur löngum verið ósáttur við þetta fyrirkomulag og hefur sú óánægja aukist eftir því sem stríðið á Gasa hefur dregist á langinn.

Undanþágan var afnumin á dögunum og hefur sú ákvörðun nú verið staðfest af Hæstarétti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×