Sjálfstæðisflokkur og Píratar að miklu leyti til eins Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 13:13 Björn Leví ásamt leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og formanni flokksins. Björn Leví segir ýmsilegt líkt í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hjá Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar annar í orði en á borði, sá er vandinn. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir pólítíska greiningu Stefáns Einars Stefánssonar víninnflytjanda og blaðamanns Morgunblaðsins í nýlegum pistili á Facebook. Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira