Guðmundur Elís í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 18:23 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Guðmundur er sakfelldur, féll þann 5. júní en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag. Ofbeldisbrot Guðmundar hafa áður ratað í fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta hans greindi frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra og vöktu myndir, sem sýndu áverka stúlkunnar mikla athygli. Sömuleiðis tólf mánaða fangelsisdómur Guðmundar fyrir brotin, sem mörgum þótti of mildur. Í apríl í fyrra var Guðmundur síðan handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ eftir að tilkynning barst lögreglu um að 15 ára stúlka væri með honum í för á bát sem var á leið í róður um morguninn. Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar og fóru í eftirpartí Varðandi nauðgunarbrotið segir í dómi héraðsdóms að tilkynning hafi borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hafi mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur var handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli kvaðst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli kvað hann hafa bryjað að vera „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Kvaðst hún hafa beðið Guðmund að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þau hringdu í kjölfarið í móður vinkonunnar sem skutlaði þeim á lögreglustöð. Kæran sé til komin vegna „haturs í samfélaginu“ Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings segir að stúlkan hafi verið í losti við komu til hjúkrunarfræðingsins, grátið og verið rauð, þrútin og þreytt að sjá. Við skoðun lýsti hún verki í hársverði, verkjum við leggöng og eymslum í hálsi. Þá var hún með marbletti víða á líkamanum. Guðmundur kvaðst hafa verið ölvaður, reykt mikið kannabis og tekið kókaín eða amfetamín. Hann kannaðist ekki við lýsingu brotaþola og velti því fyrir sér við skýrslutöku hvort brotaþoli hafi viljað sofa hjá honum en séð eftir því af því að hann væri hataður í samfélaginu og því lagt fram kæru. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður hennar fái stoð í þeim gögnum sem lögð hafi verið fram við meðferð máls. Hún hafi strax leitað til lögreglu sem og framburður hennar verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hafi ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi vitað hver ákærði hafi verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds var talið sannað að Guðmundur hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Vestmannaeyjar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Guðmundur er sakfelldur, féll þann 5. júní en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag. Ofbeldisbrot Guðmundar hafa áður ratað í fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta hans greindi frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra og vöktu myndir, sem sýndu áverka stúlkunnar mikla athygli. Sömuleiðis tólf mánaða fangelsisdómur Guðmundar fyrir brotin, sem mörgum þótti of mildur. Í apríl í fyrra var Guðmundur síðan handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ eftir að tilkynning barst lögreglu um að 15 ára stúlka væri með honum í för á bát sem var á leið í róður um morguninn. Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar og fóru í eftirpartí Varðandi nauðgunarbrotið segir í dómi héraðsdóms að tilkynning hafi borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hafi mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur var handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli kvaðst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli kvað hann hafa bryjað að vera „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Kvaðst hún hafa beðið Guðmund að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þau hringdu í kjölfarið í móður vinkonunnar sem skutlaði þeim á lögreglustöð. Kæran sé til komin vegna „haturs í samfélaginu“ Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings segir að stúlkan hafi verið í losti við komu til hjúkrunarfræðingsins, grátið og verið rauð, þrútin og þreytt að sjá. Við skoðun lýsti hún verki í hársverði, verkjum við leggöng og eymslum í hálsi. Þá var hún með marbletti víða á líkamanum. Guðmundur kvaðst hafa verið ölvaður, reykt mikið kannabis og tekið kókaín eða amfetamín. Hann kannaðist ekki við lýsingu brotaþola og velti því fyrir sér við skýrslutöku hvort brotaþoli hafi viljað sofa hjá honum en séð eftir því af því að hann væri hataður í samfélaginu og því lagt fram kæru. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður hennar fái stoð í þeim gögnum sem lögð hafi verið fram við meðferð máls. Hún hafi strax leitað til lögreglu sem og framburður hennar verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hafi ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi vitað hver ákærði hafi verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds var talið sannað að Guðmundur hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12
Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06
Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08