Trillan komin í land Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2024 06:49 Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein með trilluna í togi. Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis Í frétt Ríkisútvarpsins í morgun um málið er haft eftir Haraldi Haraldssyni hjá Björgunarsveitinni Suðurnes að nokkuð vont hafi verið í sjóinn þar sem trillan varð vélarvana og óttast hafi verið um trilluna gæti rekið í brimgarða. Annar strandveiðibátur hafi komið fyrstur að bátnum áður en björgunarskip kom á staðinn. Heimildir Vísis herma að þar hafi Deilir GK-109 verið á ferð. Áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein hafi tekið trilluna í tog og siglt í átt að Sandgerði. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið send á staðinn en hún aðeins sveimað yfir á meðan björgunarsveitir aðstoðuðu trillusjómanninn. Litlu mátti muna en allt fór vel Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, var einn þeirra sem sinnti útkallinu. Hann segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist laust fyrir klukkan 04 í nótt og björgunarskipið verið komið að trillunni um klukkan 05. Þá hefði annar strandveiðibátur verið kominn með trilluna í tog og bjargað henni úr mestri hættunni. Litlu hefði mátt muna að trilluna ræki í grynningar, enda hafi öldugangur verið talsverður. Björgunarskipið hafi svo togað trillinu í átt að landi og komið að höfn í Sandgerði á sjöunda tímanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Sjávarútvegur Suðurnesjabær Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í morgun um málið er haft eftir Haraldi Haraldssyni hjá Björgunarsveitinni Suðurnes að nokkuð vont hafi verið í sjóinn þar sem trillan varð vélarvana og óttast hafi verið um trilluna gæti rekið í brimgarða. Annar strandveiðibátur hafi komið fyrstur að bátnum áður en björgunarskip kom á staðinn. Heimildir Vísis herma að þar hafi Deilir GK-109 verið á ferð. Áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein hafi tekið trilluna í tog og siglt í átt að Sandgerði. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið send á staðinn en hún aðeins sveimað yfir á meðan björgunarsveitir aðstoðuðu trillusjómanninn. Litlu mátti muna en allt fór vel Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, var einn þeirra sem sinnti útkallinu. Hann segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist laust fyrir klukkan 04 í nótt og björgunarskipið verið komið að trillunni um klukkan 05. Þá hefði annar strandveiðibátur verið kominn með trilluna í tog og bjargað henni úr mestri hættunni. Litlu hefði mátt muna að trilluna ræki í grynningar, enda hafi öldugangur verið talsverður. Björgunarskipið hafi svo togað trillinu í átt að landi og komið að höfn í Sandgerði á sjöunda tímanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Sjávarútvegur Suðurnesjabær Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira