Erlent

Enn slasast tugir í ó­kyrrð

Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Talsvert tjón varð á flugvélinni en flestir farþegar gátu gengið óstuddir út.
Talsvert tjón varð á flugvélinni en flestir farþegar gátu gengið óstuddir út. X/Pichi Pastosa

Farþegaþotu sem var á leið frá Madríd á Spáni til Montevideo í Úrúgvæ var lent í Brasilíu í nótt eftir að tugir slösuðust um borð í mikilli ókyrrð.

Vélin er af gerðinni Boeing Dreamliner og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að þrjátíu hið minnsta hafi slasast um borð. 

Vélinni hafi verið lent í norðurhluta Brasilíu og þar hafi fólkið sem slasaðist fengið aðhlynningu, að sögn talsmanns flugfélagsins Air Europa. 325 hafi verið um borð í vélinni og hún hafi í ókyrrðinni undan ströndum Brasilíu. Vel hafi gengið að lenda henni en óljóst sé um hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. 

Þó sé ljóst að nokkrir hafi fengið höfuðmeiðsli þegar þeir skullu í lofti vélarinnar þegar hún tók dýfur. Tíu hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. 

Talsverðar skemmdir á innréttingunni

Af myndum og myndskeiðum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum er ljóst að talsvert tjón varð á innréttingum flugvélarinnar þegar fólk og munir tókust á loft.

Stutt er síðan maður lét lífið og fleiri, þar á meðal Íslendingur, slösuðust alvarlega þegar vél frá Singapore Airlines lenti í svipuðu yfir Myanmar.

Fimm dögum síðar gerðist slíkt aftur um borð í vél á leið frá Doha til Dyflinnar. Sérfræðingar segja að loftslagsbreytingar gætu orsakað að slík atvik gerist nú oftar en áður.


Tengdar fréttir

Flug­vélin féll um 54 metra á fimm sekúndum

Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×