Mögulega komnir úr landi en ekki ástæða til að lýsa eftir þeim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 11:13 Mennirnir tveir komu sem gestir á gistiheimilið um daginn en snéru síðan aftur um nóttina og fóru ránshendi um veitingahúsið. Aðsend Mennirnir tveir sem brutust inn í veitingasal Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði þann 22. júní eru enn ófundnir og mögulega komnir úr landi. Lögreglan á Suðurlandi sér ekki ástæðu til að lýsa eftir mönnunum þrátt fyrir að vera með ljósmynd af þeim úr eftirlitsmyndavél gistiheimilisins. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls, birti myndir af mönnunum og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í anddyri veitingasalarins á Facebook. Lögreglan veit af ljósmyndunum en sér ekki ástæðu til þess að lýsa eftir mönnunum sérstaklega. Birti ljósmynd af mönnunum Fyrsta ljósmyndin sem Sigurlaug birti er af mönnunum þegar þeir komu á hótelið á föstudegi og pöntuðu sér vínflösku og bjór sem þeir reyndu að skrifa á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. Hún birti síðar myndskeið af þeim þar sem sést til sömu manna brjótast inn um nóttina og fara ránshendi um veitingasalinn. Það sést bersýnilega framan í mennina í eftirlitsmyndavélinni.Aðsend Mennirnir höfðu með sér um milljón í reiðufé og vegabréf sem voru í öryggiskassa. Mögulega komnir úr landi „Við höfum ekki gert það. Hún birti myndirnar og það hefur komið fram að við erum að leita að þessum mönnum. Við sáum ekki ástæðu til að lýsa eftir þeim. Þetta er í rannsókn og við erum að reyna rekja ferðir þeirra,“ segir Jón spurður hvort það hafi komið til greina að lýsa eftir mönnunum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir en Jón segir það mögulegt að þeir séu komnir úr landi. Fylgi þessu vinna en öll hjálp vel þegin Lögreglunni á Suðurlandi hefur borist ýmsar ábendingar og vísbendingar frá fólki í grennd við gistiheimilið sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða séð til þeirra. Spurður hvort að allar ábendingarnar hjálpi til við rannsókn eða flæki hana segir Jón: „Það er mikil vinna að fara í gegnum þetta. Þetta er mikið af gögnum og mikið af myndum og svoleiðis. Ljósmynd eins góð og hún er þá er erfitt að hafa þetta pottþétt. Það fylgir þessu vinna en það er öll hjálp vel þegin.“ Hann tekur fram að ef einhver veit eitthvað um málið þá megi endilega koma því á framfæri við lögregluna á Suðurlandi.
Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira