„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. júlí 2024 09:01 Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland 2024. Arnór Trausti Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Sasini Hansika Inga Amarajeewa. Aldur? 19 ára. Starf? Umönnun í Heilsuvernd á Vífilsstöðum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með Ungfrú Ísland keppninni frá ungum aldri ásamt systur minni. Hvatning hennar vakti mikinn áhuga hjá mér, en einnig því það voru fáar litaðar stelpur að taka þátt í keppninni. Það lét mig fá áhuga á því að sækja um, mig langaði að sjá hversu langt ég kæmi í ferlinu. Þar sem mér leið aldrei eins og ég ætti stað í fegurðarsamkeppnum langaði mig til þess að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Mér leið eins og litaðar stelpur á Íslandi væru ekki týpíska ímyndin af Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by SASINI INGA (@sasini.inga) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að þolinmæði, þrautseigja og æfingin skiptir gríðarlega miklu máli, þó hlutir verða erfiðir þarf maður svolítið bara þrauka og segja við sjálfan sig að taka því skref fyrir skrefi. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi íslensku, ensku, singhala og ég er með nokkuð góða þekkingu í dönsku og spænsku. Hvað hefur mótað þig mest? Að fæðast og alast upp á Íslandi með öðruvísi bakgrunn var erfitt, báðir foreldrar mínir eru uppalin og fædd í Sri Lanka. Það er allt öðruvísi fyrir mig og mér fannst alltaf erfitt að halda uppi tveimur menningarheimum. Foreldrar mínir voru strangir og ég fékk oft ekki að upplifa sömu hlutina og jafnaldra mínir í grunnskóla. Þetta var vegna þess þau vildu ala mig upp á þann hátt sem þau voru alin upp á. Auðvitað eftir því sem ég varð eldri þá breyttist það og foreldrar mínir urðu minna ströng. Þetta mótaði mig gríðarlega mikið og ég sé ekkert eftir því þar sem ég veit hvar ég stend í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Fyrir um þremur árum síðan átti ég í miklum erfiðleikum með bæði andlegu og líkamlegu heilsuna mína. Sjálfsmyndin mín var rosalega slæm, ég gat ekki litið í spegil án þess að fara gráta yfir því í hversu lélegu formi ég var. Mér gekk rosalega illa í skólanum, átti fáar vinkonur og vini sem ég gat treyst. Þorði ekki að tala mikið um þetta við neinn. Mér fannst eins og enginn skildi mig, ég vildi þrauka sjálf í gegnum þessa baráttu. Ég átti í miklum erfiðleikum við að skilja sjálfa mig og mér fannst erfitt að elska sjálfa mig á þessum tímapunkti í lífi mínu. Ræktin hefur hjálpað mér svakalega mikið að elska sjálfa mig og skilja alvöru þýðinguna á bak við sjálfsást eða self love. Fólk spyr mig oft hvaðan ég fæ metnaðinn en það er alls ekki metnaður sem heldur mér gangandi það er aginn sem ég hef þróað í gegnum allan þennan tíma. Ég byrjaði í ræktinni nóvember 2021 og hef ekki hætt síðan. Auðvitað hef ég tekið mér lengri pásur en venjan er til þess að hvíla bæði líkamann og hausinn, þar sem sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Hverju ertu stoltust af? Ef ég ætti alveg að vera hreinskilin þá er ég stoltust af sjálfri mér, gagnvart miklu sem ég hef sjálf lent í þá hef ég alltaf náð að þrauka. Sasini vill vera fyrirmynd fyrir aðrar konur af lit.Arnór Trausti Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að hlusta ekki á fordóma annarra og gera það sem mig langar. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ítalskur matur en svona sérstaklega kjúklingapasta. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Pabbi minn er fyrirmyndin mín, hann hefur alltaf verið mesti stuðningur í lífi mínu, hann hefur stutt mig í gegnum flest alla erfiðleika sem ég hef glímt við. Ég lít mikið upp til hans í erfiðleikum þar sem hann hefur kennt mér að vera þrautseig og þolinmóð. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Bubbi Morthens. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var á öðru ári í FG datt ég niður stigann fyrir framan alla í skólanum, þetta var hræðilegt. Ég var að labba niður stigann með vinkonum mínum og misstíg mig eða eitthvað og dett niður nokkrar tröppur. Ég stóð upp, labbaði rösklega út, hringdi í pabba til þess að koma sækja mig og ég ákvað að skrá mig veika daginn eftir. Ég var alveg miður mín, allir sáu þetta og hlógu. Ég fékk marblett seinna yfir daginn. Hver er þinn helsti ótti? Að uppfylla ekki helstu draumana mína. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Að starfa á lögmannsstofu og búsett erlendis. Hvaða lag tekur þú í karókí? Teenage dream með Katy Perry. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan, besta vinkona mín og kærastinn. View this post on Instagram A post shared by SASINI INGA (@sasini.inga) Uppskrift að drauma degi? Þetta er erfið spurning, ég myndi fá mér kaffibolla með kærastanum við strandarútsýni eða með fjöll í kring, síðan fer það svolítið eftir hvernig stemningu ég er í. Dagur á ströndinni við sjóinn einhvers staðar að horfa á sólsetrið og síðan skoða stjörnurnar með góðum mat. Það væri þá helst kjúklingapasta, það væri algjörlega tilvalið. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Sasini Hansika Inga Amarajeewa. Aldur? 19 ára. Starf? Umönnun í Heilsuvernd á Vífilsstöðum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með Ungfrú Ísland keppninni frá ungum aldri ásamt systur minni. Hvatning hennar vakti mikinn áhuga hjá mér, en einnig því það voru fáar litaðar stelpur að taka þátt í keppninni. Það lét mig fá áhuga á því að sækja um, mig langaði að sjá hversu langt ég kæmi í ferlinu. Þar sem mér leið aldrei eins og ég ætti stað í fegurðarsamkeppnum langaði mig til þess að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Mér leið eins og litaðar stelpur á Íslandi væru ekki týpíska ímyndin af Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by SASINI INGA (@sasini.inga) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að þolinmæði, þrautseigja og æfingin skiptir gríðarlega miklu máli, þó hlutir verða erfiðir þarf maður svolítið bara þrauka og segja við sjálfan sig að taka því skref fyrir skrefi. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi íslensku, ensku, singhala og ég er með nokkuð góða þekkingu í dönsku og spænsku. Hvað hefur mótað þig mest? Að fæðast og alast upp á Íslandi með öðruvísi bakgrunn var erfitt, báðir foreldrar mínir eru uppalin og fædd í Sri Lanka. Það er allt öðruvísi fyrir mig og mér fannst alltaf erfitt að halda uppi tveimur menningarheimum. Foreldrar mínir voru strangir og ég fékk oft ekki að upplifa sömu hlutina og jafnaldra mínir í grunnskóla. Þetta var vegna þess þau vildu ala mig upp á þann hátt sem þau voru alin upp á. Auðvitað eftir því sem ég varð eldri þá breyttist það og foreldrar mínir urðu minna ströng. Þetta mótaði mig gríðarlega mikið og ég sé ekkert eftir því þar sem ég veit hvar ég stend í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Fyrir um þremur árum síðan átti ég í miklum erfiðleikum með bæði andlegu og líkamlegu heilsuna mína. Sjálfsmyndin mín var rosalega slæm, ég gat ekki litið í spegil án þess að fara gráta yfir því í hversu lélegu formi ég var. Mér gekk rosalega illa í skólanum, átti fáar vinkonur og vini sem ég gat treyst. Þorði ekki að tala mikið um þetta við neinn. Mér fannst eins og enginn skildi mig, ég vildi þrauka sjálf í gegnum þessa baráttu. Ég átti í miklum erfiðleikum við að skilja sjálfa mig og mér fannst erfitt að elska sjálfa mig á þessum tímapunkti í lífi mínu. Ræktin hefur hjálpað mér svakalega mikið að elska sjálfa mig og skilja alvöru þýðinguna á bak við sjálfsást eða self love. Fólk spyr mig oft hvaðan ég fæ metnaðinn en það er alls ekki metnaður sem heldur mér gangandi það er aginn sem ég hef þróað í gegnum allan þennan tíma. Ég byrjaði í ræktinni nóvember 2021 og hef ekki hætt síðan. Auðvitað hef ég tekið mér lengri pásur en venjan er til þess að hvíla bæði líkamann og hausinn, þar sem sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Hverju ertu stoltust af? Ef ég ætti alveg að vera hreinskilin þá er ég stoltust af sjálfri mér, gagnvart miklu sem ég hef sjálf lent í þá hef ég alltaf náð að þrauka. Sasini vill vera fyrirmynd fyrir aðrar konur af lit.Arnór Trausti Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að hlusta ekki á fordóma annarra og gera það sem mig langar. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ítalskur matur en svona sérstaklega kjúklingapasta. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Pabbi minn er fyrirmyndin mín, hann hefur alltaf verið mesti stuðningur í lífi mínu, hann hefur stutt mig í gegnum flest alla erfiðleika sem ég hef glímt við. Ég lít mikið upp til hans í erfiðleikum þar sem hann hefur kennt mér að vera þrautseig og þolinmóð. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Bubbi Morthens. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var á öðru ári í FG datt ég niður stigann fyrir framan alla í skólanum, þetta var hræðilegt. Ég var að labba niður stigann með vinkonum mínum og misstíg mig eða eitthvað og dett niður nokkrar tröppur. Ég stóð upp, labbaði rösklega út, hringdi í pabba til þess að koma sækja mig og ég ákvað að skrá mig veika daginn eftir. Ég var alveg miður mín, allir sáu þetta og hlógu. Ég fékk marblett seinna yfir daginn. Hver er þinn helsti ótti? Að uppfylla ekki helstu draumana mína. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Að starfa á lögmannsstofu og búsett erlendis. Hvaða lag tekur þú í karókí? Teenage dream með Katy Perry. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan, besta vinkona mín og kærastinn. View this post on Instagram A post shared by SASINI INGA (@sasini.inga) Uppskrift að drauma degi? Þetta er erfið spurning, ég myndi fá mér kaffibolla með kærastanum við strandarútsýni eða með fjöll í kring, síðan fer það svolítið eftir hvernig stemningu ég er í. Dagur á ströndinni við sjóinn einhvers staðar að horfa á sólsetrið og síðan skoða stjörnurnar með góðum mat. Það væri þá helst kjúklingapasta, það væri algjörlega tilvalið. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira