Stjórnarflokkarnir geti allir haft áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 19:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira