Sport

Arnar og Andrea Ís­lands­meistarar í 10 km götuhlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson urðu Íslandsmeistarar í gær.
Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson urðu Íslandsmeistarar í gær. Frjálsíþróttasamband Íslands

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR og Arnar Pétursson úr Breiðabliki tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitla í 10 kílómetra götuhlaupi en Íslandsmótið var haldið samhliða Ármannshlaupinu.

Andrea kom í mark á tímanum 34:08 mín. sem er bæting hjá henni um 52 sekúndur. Í öðru sæti varð Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á tímanum 35:40 mín. en hún var að bæta sig um 73 sekúndur. Íris Anna Skúladóttir úr FH tók síðan þriðja sætið á tímanum 36:23 mín.

Arnar kom fyrstur í mark hjá körlunum á tímanum 31:20 mín. en í öðru sæti varð Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH á tímanum 31:25 mín. sem er bæting hjá honum um 54 sekúndur. Í þriðja sæti varð Logi Ingimarsson úr ÍR á tímanum 33:02 mín. sem er bæting hjá honum um 38 sekúndur.

Það má sjá öll úrslitin með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×