„Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. júlí 2024 23:08 Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hafði betur í vítaspyrnukeppni og Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir leik. „Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
„Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira