Sport

Fyrrum heims­meistari skotinn til bana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jacques Freitag sést hér með gullverðlaunin sem hann vann á HM 2003 en með honum á verðlaunapallinum eru Stefan Holm frá Svíþjóð og Mark Boswell frá Kanada.
Jacques Freitag sést hér með gullverðlaunin sem hann vann á HM 2003 en með honum á verðlaunapallinum eru Stefan Holm frá Svíþjóð og Mark Boswell frá Kanada. Getty/Michael Steele

Lögreglan í Suður Afríku hefur staðfest að hún fann lík fyrrum hástökkvarans Jacques Freitag.

Freitag hafði verið týndur síðan í síðasta mánuði. Freitag var 42 ára gamall en í ljós kom að hann var skotinn til bana.

Freitag varð heimsmeistari í hástökki á HM í París 2003 þegar hann stökk 2,35 metra. Hann keppti á Ólympíuleikunum árið eftir en komst þá ekki í úrslit.

Hæst stökk Freitag 2,38 metra á móti árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×