Ert þú í góðu netsambandi? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. júlí 2024 11:00 Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netöryggi Sveitarstjórnarmál Fjarskipti Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar