Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2024 12:22 Kourani á leið í dómssal í gær. Geðlæknir sagðist fyrir dómi aldrei hafa hitt mann sem væri jafn mikið sama um annað fólk. Hann væri siðblindur. Honum sé algjörlega sama um afleiðingar gjörða sinna. Vísir Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Kourani fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þangað fluttu þrír lögreglumenn Kourani úr fangelsinu á Hólmsheiði en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn fyrir hnífsstunguna. Hann hlaut dóm fyrir líkamsárás og fjölmörg brot meðan hann sæti varðhaldinu. Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Mál hans hefur orðið til þess að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd verði fólk fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur upplýst að Kourani hafi haft í hótunum við sig. Það mál er þó ekki hluti af ákærunni sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þá sagði fórnarlambið í hnífsstunguárásinni í OK Market fyrir dómi í gær að fjölskylda hans hefði farið úr landi vegna hótana hans. Þá hefur hann verið afar ósáttur við fréttaflutning af málum sínum og haft í hótunum við fréttamenn af þeim sökum. Slíkar hótanir héldu áfram í dómssal í gær. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum í gær. Fram kemur í frétt Mbl.is að Friðrik hafi sagt brotavilja Kourani einbeittan, hann sýndi enga miskunn heldur héldi áfram að hóta brotaþolum. „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í gær. Kourani er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Þegar myndband var spilað af stunguárásinni í versluninni í mars hafnaði Kourani því að um hann væri að ræða. Búið væri að eiga við myndbandið. Fórnarlambið sagði að Kourani hefði haldið áfram að senda sér hótanir í tölvupósti eftir árásina. Hann óttaðist mjög hvað gerðist gengi Kourani frjáls um göturnar. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57