Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 22:29 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira