Meistaradeild Evrópu: Breiðablik mætir FC Minsk | Valur mætir Ljuboten Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2024 11:32 Það er orðið ljóst hvaða lið bíða Vals og Breiðabliks í fyrsta hluta forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Dregið var í forkeppnina í morgun Vísir/Samsett mynd Dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta nú rétt í þessu við hátíðlega athöfn í Nyon í Sviss. Tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum. Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu, Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Forkeppninni fyrir Meistaradeild Evrópu er skipt upp í tvo hluta. Í fyrri hlutanum taka liðin þátt í smámóti (e.mini tournament) sem felur í sér undanúrslit og svo úrslitaleik um sæti í næstu umferð. Þar tekur við útsláttarkeppni, einvígi, þar sem leikið er heima og að heiman gegn einu og sama liðinu. Komist liðin í gegnum þessa tvo hluta hefur það tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem skipt er upp í fjóra fjögurra liða riðla. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals munu mæta ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undanúrslitum þessa fyrri hluta forkeppni Meistaradeildarinnar. Vinni liðið þann leik bíður úrslitaleikur gegn sigurvegaranum úr leik Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales um sæti í næsta hluta forkeppninnar. Valur komst í hluta umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en laut þá í lægra haldi í einvígi gegn austuríska liðinu St.Pölten. Segja má að Breiðablik hafi fengið vænlegasta dráttinn í sínum hluta miðað við liðin sem þar voru í boði. Þar dróst liðið á móti FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi en slapp við lið á borð við Arsenal, Atletico Madrid og Paris frá Frakklandi. Sigurvegarinn í leik Breiðabliks og FC Minsk fer í úrslitaleik gegn sigurvegarnum í undanúrslitaviðureign Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting frá Portúgal um sæti í næsta hluta forkeppninnar. Forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta hefst í byrjun september. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Forkeppninni fyrir Meistaradeild Evrópu er skipt upp í tvo hluta. Í fyrri hlutanum taka liðin þátt í smámóti (e.mini tournament) sem felur í sér undanúrslit og svo úrslitaleik um sæti í næstu umferð. Þar tekur við útsláttarkeppni, einvígi, þar sem leikið er heima og að heiman gegn einu og sama liðinu. Komist liðin í gegnum þessa tvo hluta hefur það tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem skipt er upp í fjóra fjögurra liða riðla. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals munu mæta ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undanúrslitum þessa fyrri hluta forkeppni Meistaradeildarinnar. Vinni liðið þann leik bíður úrslitaleikur gegn sigurvegaranum úr leik Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales um sæti í næsta hluta forkeppninnar. Valur komst í hluta umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en laut þá í lægra haldi í einvígi gegn austuríska liðinu St.Pölten. Segja má að Breiðablik hafi fengið vænlegasta dráttinn í sínum hluta miðað við liðin sem þar voru í boði. Þar dróst liðið á móti FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi en slapp við lið á borð við Arsenal, Atletico Madrid og Paris frá Frakklandi. Sigurvegarinn í leik Breiðabliks og FC Minsk fer í úrslitaleik gegn sigurvegarnum í undanúrslitaviðureign Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting frá Portúgal um sæti í næsta hluta forkeppninnar. Forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta hefst í byrjun september.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn