Erna Sóley hefur verið iðin við keppnir síðustu vikur og mánuði og staðið sig afar vel. Hún sigraði meðal annars Meistaramót Íslands um liðna helgi og setti þar að auk Íslandsmet í leiðinni.
Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum og fá þar með sæti á Ólympíuleikunum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því.
Erna Sóley var þar þó efst Íslendinga í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá því að vinna sér inn Ólympíusæti.
Erna Sóley hefur ekki áður keppt á Ólympíuleikunum en hún verður fimmti keppandinn sem kemst inn á leikana fyrir Íslands hönd, en þeir hefjast eftir þrjár vikur í París í Frakklandi, 26. júlí.
Anton Sveinn McKee, sundmaður, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona, hafa öll tryggt sér þátttökurétt á leikunum.