Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnubragða Landsréttar Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 13:19 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns. Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira