„Vonbrigði“ að aðeins fari fimm frá Íslandi á Ólympíuleikana Aron Guðmundsson skrifar 6. júlí 2024 08:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, segir það vissulega vonbrigði að aðeins stefni í að Ísland eigi fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París. Vísir/Ívar Afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það vonbrigði að eins og staðan sé í dag bendi allt til þess að Íslands eigi aðeins fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París í sumar. Á sama tíma sér hann hins vegar endalausa möguleika í íþróttahreyfingunni hér á landi. Ólympíuförum Íslands fjölgaði um einn í gær þegar það var staðfest að kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir myndi hljóta sæti á Ólympíuleikunum í París, fyrst íslenskra kvenkyns kúluvarpara. Þar með var óvissunni um það hvort að Ísland færi án keppanda í frjálsum íþróttum á leikanna, þá í fyrsta skipti síðan 1908, eytt. Við skulum fara með þessa fimm og standa okkur vel. Síðan förum við með miklu fleiri næst Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ Það er þreyta í hreyfingunni Enn er veikur möguleiki til staðar á því að fulltrúum Íslands fjölgi en það bendir þó allt til þess að þeir verði aðeins fimm. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, segir það vissulega vonbrigði. Eiffel turninn í París hefur fengið smá yfirhalningu í tilefni Ólympíuleikanna sem fram fara í borginniVísir/Getty „Ef við tökum fyrst þá jákvæða. Þá er alveg ofboðslega mikið í gangi hérna á Íslandi. Ég ber mikla virðingu fyrir íslenskri íþróttahreyfingu. Miðað við hvað fjármagnið sem hreyfingin fær er lítið, hvað manneklan er mikil hjá sérsamböndunum sem eru á hælunum hérna fjárhagslega. Þetta gengur illa, það er þreyta í hreyfingunni. Ég kom hingað til lands að búa til nýja afreksíþróttastefnu með allri hreyfingunni. Það er komið vel af stað. Ég er rosa bjartsýnn fyrir framtíðinni hér. Ég gerði mér alveg grein fyrir stöðunni. Núna var ég að búast við, vonast til, að karlalandsliðið okkar í handbolta færi á Ólympíuleikana í París og kannski átta til níu einstaklingar til viðbótar. Eins og staðan er núna erum við að fara með fimm einstaklinga. Það eru vonbrigði. Á sama tíma sé ég þó bara endalausa möguleika. Ég sé að á Ólympíuleikunum árið 2028 gætum við farið með tvö til fjögur lið. Jafnvel fjögur lið 2032. Þá er ég að tala um fótbolta kvenna, körfubolta karla, handbolta karla og kvenna. Þetta er allt mjög jákvætt. Síðan er fullt af ungu fólki hérna að koma upp. Frjálsum, sundi, klifri, júdó, bogfimi, fimleikum og fleiri greinum.“ Efniviðurinn til staðar en fjármunir ekki Dæmi eru um að Íslendingar hafi verið mjög nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikum þessa árs. Guðni Valur Guðnason býr sig undir að þeyta kringlunni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann verður ekki með á Ólympíuleikunum í ParísGetty/Patrick Smith „Eygló Fanndal Sturludóttir er dæmi um það. Hún er tveimur kílóum í lyftu frá því að komast inn á leikana. Hún er í heimsklassa en kemst ekki inn. Það er ofboðslega grátlegt. Ég er ótrúlega ósáttur með að hún komist ekki inn því hún er svo rosalega góð. Svo er ég náttúrulega mjög ósáttur með að handboltalandsliðið hafi ekki komist á leikana sem og tveir af okkar bestu frjálsíþróttamönnum, Guðni Valur Guðnason (kringlukast) og Hilmar Örn Jónsson (sleggjukast). Ég er ósáttur við að þeir fari ekki á leikana og standi sig hreinlega betur. Við þurfum bara að skoða það.“ Það sem er jákvætt í stöðunni, að mati Vésteins, er að hér á Íslandi er allt morandi í efnivið. „Framtíðin rosalega björt. En við verðum að fá fjármagnið og skipulagningu. Við erum að vinna í því.“ Eigum ekki að þurfa boðssæti Sundkappinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem náði lágmarki í sinni grein inn á Ólympíuleikana. Snæfríður Sól (sund) og Erna Sóley (kúluvarp) komast inn í gegnum styrkleikalista í sinni grein og svo fá skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir boðssæti sem þjóðir með færri en tíu þátttakendur á Ólympíuleikunum geta sótt um að fá. „Við eigum ekkert að þurfa vera með þessi boðssæti. Eigum bara að geta verið með nógu gott fólk og það marga keppendur að við þurfum ekki að vera þessi litla þjóð að þurfa einhver boðssæti,“ segir Vésteinn. „Það er stefnan og ég hef alveg fulla trú á því að það verði raunin hjá okkur í framtíðinni.“ Anton Sveinn McKee náði ólympíulágmarkiSundsamband Íslands „Það gengur ekki ef við ætlum að vera best í heimi“ Vésteinn segir staðreyndina vera þá að íþróttahreyfingin þurfi fjórfalt til fimmfalt meira fjármagn en hún er að fá í dag til þess að bæta afreksstarfið og umgjörð íþróttafólksins okkar sem sé ekki nógu góð. Ný afreksstefna, sem unnið hefur verið að undanfarið ár, verður tekin í gildi á næsta ári. Þú talar um vonbrigðin að við séum, eins og staðan er núna, bara að fara með fimm íþróttamenn á Ólympíuleikana. Hvar liggja þessi vonbrigði? Er það hjá íþróttamönnunum sjálfum eða umgjörðinni og þeim aðstæðum sem við erum að bjóða upp á? „Það er allt í sjálfu sér. Umgjörðin er ekki nógu góð. Fjármagnið allt of lítið. Þjálfarastéttin á Íslandi er jafnvel ekki til því fólk er bara ekkert að vinna við þetta í fullu starfi. Í mörgum greinum eru þetta bara „eftir klukkan fimm“ þjálfarar eins og Norðmennirnir kalla þetta. Fólk í annarri vinnu með fram þjálfarastarfinu sem það sinnir kannski í sjálfboðavinnu. Það gengur ekkert ef við ætlum að vera best í heimi. Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. „Ég er kominn hingað heim til þess að hjálpa hreyfingunni við að ná árangri á heimsmælikvarða, ná að rækta ólympíumeistara og heimsmeistara framtíðarinnar í unglinga- og fullorðinsflokki. Umgjörðin þarf að vera miklu betri. Við þurfum fjórfalt til fimmfalt meira fjármagn. Það er verið að vinna í að afla þess fjármagns frá ríki sem og atvinnulífinu. Árið 2025 innleiðum við nýja stefnu sem unnið hefur verið í að setja saman undanfarið eitt ár. Við þurfum miklu betri umgjörð. Þurfum að endurskipuleggja hreyfinguna. Mennta þjálfara og að íþróttafólkið okkar átti sig á því hvað þau þurfi að gera til þess að verða best í heimi. Efniviðurinn er til. Hráefnið er til. En við þurfum að bæta okkur mikið. Ég er rosalega bjartsýnn af því að við getum bætt okkur svo mikið. Ef þetta kemst á laggirnar þá er ég gagnrýnin á þá staðreynd að við séum bara að fara með fimm íþróttamenn á Ólympíuleikana í sumar. Það er allt of lítið. Við eigum að fara með miklu fleiri. En ég er rosalega jákvæður fyrir næstu fjórum til átta árum. En þá verðum við öll að vinna saman.“ „Þið verðið að trúa því“ Ríkisstjórn, þingmenn og aðrir verði að átta sig á stöðunni. „Við þurfum að fá miklu meira fjármagn frá ríkinu. Þurfum miklu meiri stuðning sveitarfélaganna. Þurfum miklu meiri stuðning atvinnulífsins. Þá getum við orðið best í heimi í mismunandi íþróttagreinum. Þið verðið að trúa því. Ég er búinn að vera úti í heimi í öll þessi ár og ég sé að hér er allt morandi í efnilegum krökkum sem fara ekki alla leið en fara mjög langt miðað við hvað er lítið að sjálfu sér á bakvið það. En alltaf er það þessi dugnaður, elja og kappsemi Íslendinga. Við erum með efnivið en förum bara upp að ákveðnu marki.“ Strákunum okkar tókst ekki að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.Vísir/Vilhelm „Eins og til dæmis fyrir mánuði síðan þegar að við erum með níu fulltrúa í frjálsíþróttum sem eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana, allir nokkuð góðir fulltrúar, en þeir þurfa að fara og taka næsta skref. Það þarf líka í sundinu, handboltanum, fótboltanum, körfunni og öðrum greinum. Við þurfum að taka þetta næsta skref. Og ég er rosalega spenntur fyrir því að það sé hægt að gera það.“ Gull 2032-2036? Vésteinn er mjög bjartsýnn fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar hér á landi en í janúar árið 2023 var hann ráðinn í starf afreksstjóra ÍSÍ til fimm ára. „Ég er jákvæður maður. Þjálfari. Trúi á það góða. Trúi að við getum gert þetta saman. Þetta gengur út á að allir komi að borðinu. Ríkið, sveitarfélögin, íþróttahreyfingin, atvinnulífið, skólakerfið. Ég er búinn að vera duglegur í því að fara og tala við alla þessa aðila. Ég fæ ekkert nema meðvind í þessu starfi mínu. Þetta tekur tíma. Tekur bara tíu ár. Bara tíu ár. Íslendingurinn er svolítið í núinu. Við erum svolítið lokuð inn í því. Ég skil það alveg vegna þess að þetta er lítið fjármagn og svo framvegis. Það segja kannski margir að þetta sé rosalega negatíft að við séum bara að fara með þessa fimm íþróttamenn á leikana. Nei. Við skulum fara með þessa fimm og standa okkur vel. Síðan förum við með miklu fleiri næst. En 2032 til 2036 þá vinnum við gull.“ ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Ólympíuförum Íslands fjölgaði um einn í gær þegar það var staðfest að kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir myndi hljóta sæti á Ólympíuleikunum í París, fyrst íslenskra kvenkyns kúluvarpara. Þar með var óvissunni um það hvort að Ísland færi án keppanda í frjálsum íþróttum á leikanna, þá í fyrsta skipti síðan 1908, eytt. Við skulum fara með þessa fimm og standa okkur vel. Síðan förum við með miklu fleiri næst Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ Það er þreyta í hreyfingunni Enn er veikur möguleiki til staðar á því að fulltrúum Íslands fjölgi en það bendir þó allt til þess að þeir verði aðeins fimm. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, segir það vissulega vonbrigði. Eiffel turninn í París hefur fengið smá yfirhalningu í tilefni Ólympíuleikanna sem fram fara í borginniVísir/Getty „Ef við tökum fyrst þá jákvæða. Þá er alveg ofboðslega mikið í gangi hérna á Íslandi. Ég ber mikla virðingu fyrir íslenskri íþróttahreyfingu. Miðað við hvað fjármagnið sem hreyfingin fær er lítið, hvað manneklan er mikil hjá sérsamböndunum sem eru á hælunum hérna fjárhagslega. Þetta gengur illa, það er þreyta í hreyfingunni. Ég kom hingað til lands að búa til nýja afreksíþróttastefnu með allri hreyfingunni. Það er komið vel af stað. Ég er rosa bjartsýnn fyrir framtíðinni hér. Ég gerði mér alveg grein fyrir stöðunni. Núna var ég að búast við, vonast til, að karlalandsliðið okkar í handbolta færi á Ólympíuleikana í París og kannski átta til níu einstaklingar til viðbótar. Eins og staðan er núna erum við að fara með fimm einstaklinga. Það eru vonbrigði. Á sama tíma sé ég þó bara endalausa möguleika. Ég sé að á Ólympíuleikunum árið 2028 gætum við farið með tvö til fjögur lið. Jafnvel fjögur lið 2032. Þá er ég að tala um fótbolta kvenna, körfubolta karla, handbolta karla og kvenna. Þetta er allt mjög jákvætt. Síðan er fullt af ungu fólki hérna að koma upp. Frjálsum, sundi, klifri, júdó, bogfimi, fimleikum og fleiri greinum.“ Efniviðurinn til staðar en fjármunir ekki Dæmi eru um að Íslendingar hafi verið mjög nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikum þessa árs. Guðni Valur Guðnason býr sig undir að þeyta kringlunni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann verður ekki með á Ólympíuleikunum í ParísGetty/Patrick Smith „Eygló Fanndal Sturludóttir er dæmi um það. Hún er tveimur kílóum í lyftu frá því að komast inn á leikana. Hún er í heimsklassa en kemst ekki inn. Það er ofboðslega grátlegt. Ég er ótrúlega ósáttur með að hún komist ekki inn því hún er svo rosalega góð. Svo er ég náttúrulega mjög ósáttur með að handboltalandsliðið hafi ekki komist á leikana sem og tveir af okkar bestu frjálsíþróttamönnum, Guðni Valur Guðnason (kringlukast) og Hilmar Örn Jónsson (sleggjukast). Ég er ósáttur við að þeir fari ekki á leikana og standi sig hreinlega betur. Við þurfum bara að skoða það.“ Það sem er jákvætt í stöðunni, að mati Vésteins, er að hér á Íslandi er allt morandi í efnivið. „Framtíðin rosalega björt. En við verðum að fá fjármagnið og skipulagningu. Við erum að vinna í því.“ Eigum ekki að þurfa boðssæti Sundkappinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem náði lágmarki í sinni grein inn á Ólympíuleikana. Snæfríður Sól (sund) og Erna Sóley (kúluvarp) komast inn í gegnum styrkleikalista í sinni grein og svo fá skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir boðssæti sem þjóðir með færri en tíu þátttakendur á Ólympíuleikunum geta sótt um að fá. „Við eigum ekkert að þurfa vera með þessi boðssæti. Eigum bara að geta verið með nógu gott fólk og það marga keppendur að við þurfum ekki að vera þessi litla þjóð að þurfa einhver boðssæti,“ segir Vésteinn. „Það er stefnan og ég hef alveg fulla trú á því að það verði raunin hjá okkur í framtíðinni.“ Anton Sveinn McKee náði ólympíulágmarkiSundsamband Íslands „Það gengur ekki ef við ætlum að vera best í heimi“ Vésteinn segir staðreyndina vera þá að íþróttahreyfingin þurfi fjórfalt til fimmfalt meira fjármagn en hún er að fá í dag til þess að bæta afreksstarfið og umgjörð íþróttafólksins okkar sem sé ekki nógu góð. Ný afreksstefna, sem unnið hefur verið að undanfarið ár, verður tekin í gildi á næsta ári. Þú talar um vonbrigðin að við séum, eins og staðan er núna, bara að fara með fimm íþróttamenn á Ólympíuleikana. Hvar liggja þessi vonbrigði? Er það hjá íþróttamönnunum sjálfum eða umgjörðinni og þeim aðstæðum sem við erum að bjóða upp á? „Það er allt í sjálfu sér. Umgjörðin er ekki nógu góð. Fjármagnið allt of lítið. Þjálfarastéttin á Íslandi er jafnvel ekki til því fólk er bara ekkert að vinna við þetta í fullu starfi. Í mörgum greinum eru þetta bara „eftir klukkan fimm“ þjálfarar eins og Norðmennirnir kalla þetta. Fólk í annarri vinnu með fram þjálfarastarfinu sem það sinnir kannski í sjálfboðavinnu. Það gengur ekkert ef við ætlum að vera best í heimi. Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. „Ég er kominn hingað heim til þess að hjálpa hreyfingunni við að ná árangri á heimsmælikvarða, ná að rækta ólympíumeistara og heimsmeistara framtíðarinnar í unglinga- og fullorðinsflokki. Umgjörðin þarf að vera miklu betri. Við þurfum fjórfalt til fimmfalt meira fjármagn. Það er verið að vinna í að afla þess fjármagns frá ríki sem og atvinnulífinu. Árið 2025 innleiðum við nýja stefnu sem unnið hefur verið í að setja saman undanfarið eitt ár. Við þurfum miklu betri umgjörð. Þurfum að endurskipuleggja hreyfinguna. Mennta þjálfara og að íþróttafólkið okkar átti sig á því hvað þau þurfi að gera til þess að verða best í heimi. Efniviðurinn er til. Hráefnið er til. En við þurfum að bæta okkur mikið. Ég er rosalega bjartsýnn af því að við getum bætt okkur svo mikið. Ef þetta kemst á laggirnar þá er ég gagnrýnin á þá staðreynd að við séum bara að fara með fimm íþróttamenn á Ólympíuleikana í sumar. Það er allt of lítið. Við eigum að fara með miklu fleiri. En ég er rosalega jákvæður fyrir næstu fjórum til átta árum. En þá verðum við öll að vinna saman.“ „Þið verðið að trúa því“ Ríkisstjórn, þingmenn og aðrir verði að átta sig á stöðunni. „Við þurfum að fá miklu meira fjármagn frá ríkinu. Þurfum miklu meiri stuðning sveitarfélaganna. Þurfum miklu meiri stuðning atvinnulífsins. Þá getum við orðið best í heimi í mismunandi íþróttagreinum. Þið verðið að trúa því. Ég er búinn að vera úti í heimi í öll þessi ár og ég sé að hér er allt morandi í efnilegum krökkum sem fara ekki alla leið en fara mjög langt miðað við hvað er lítið að sjálfu sér á bakvið það. En alltaf er það þessi dugnaður, elja og kappsemi Íslendinga. Við erum með efnivið en förum bara upp að ákveðnu marki.“ Strákunum okkar tókst ekki að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.Vísir/Vilhelm „Eins og til dæmis fyrir mánuði síðan þegar að við erum með níu fulltrúa í frjálsíþróttum sem eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana, allir nokkuð góðir fulltrúar, en þeir þurfa að fara og taka næsta skref. Það þarf líka í sundinu, handboltanum, fótboltanum, körfunni og öðrum greinum. Við þurfum að taka þetta næsta skref. Og ég er rosalega spenntur fyrir því að það sé hægt að gera það.“ Gull 2032-2036? Vésteinn er mjög bjartsýnn fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar hér á landi en í janúar árið 2023 var hann ráðinn í starf afreksstjóra ÍSÍ til fimm ára. „Ég er jákvæður maður. Þjálfari. Trúi á það góða. Trúi að við getum gert þetta saman. Þetta gengur út á að allir komi að borðinu. Ríkið, sveitarfélögin, íþróttahreyfingin, atvinnulífið, skólakerfið. Ég er búinn að vera duglegur í því að fara og tala við alla þessa aðila. Ég fæ ekkert nema meðvind í þessu starfi mínu. Þetta tekur tíma. Tekur bara tíu ár. Bara tíu ár. Íslendingurinn er svolítið í núinu. Við erum svolítið lokuð inn í því. Ég skil það alveg vegna þess að þetta er lítið fjármagn og svo framvegis. Það segja kannski margir að þetta sé rosalega negatíft að við séum bara að fara með þessa fimm íþróttamenn á leikana. Nei. Við skulum fara með þessa fimm og standa okkur vel. Síðan förum við með miklu fleiri næst. En 2032 til 2036 þá vinnum við gull.“
ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira