Innlent

Maðurinn fundinn en ekki hægt að segja til um á­stand hans

Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út snemma í morgun.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Göngumaðurinn sem björgunarsveitir og Landhelgisgæslan hafa leitað síðan klukkan sjö í morgun fannst á fjórða tímanum í dag í Suðursveitum. 

Þetta staðfestir Finn­ur Smári Torfa­son, formaður Björg­un­ar­fé­lags Horna­fjarðar, í samtali við Vísi. Ekki var hægt að segja til um ástand mannsins og vísaði Finnur spurningum um það til lögreglu.

Maðurinn fór af stað einn síns liðs í gærmorgun og ætlað að ganga að Miðfellseggi en leitin hófst þegar maðurinn skilaði sér ekki til vinnu í morgun.

Uppfært klukkan 18:18:

Fréttastofa hafði samband við lögregluna á Suðurlandi en þar fengust heldur engar upplýsingar um ástand mannsins. Vænta megi yfirlýsingar frá embættinu vegna málsins, ekki síðar en á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×