Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2024 13:05 Dagskráin er ekki síður sniðin að börnum og unglingum en fullorðnum. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira