Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2024 16:38 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. „Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira