„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:15 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir tapið stóra gegn ÍA í dag. vísir/Diego „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. „Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06