„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:15 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir tapið stóra gegn ÍA í dag. vísir/Diego „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. „Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06