FCK hafnar risatilboði frá Spáni í Orra Stein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 12:50 FCK vill ekki missa Orra Stein Óskarsson úr sínum röðum. Anders Kjaerbye/Getty Images Danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn hefur hafnað risatilboði frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Girona í Orra Stein Óskarsson. Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira