FCK hafnar risatilboði frá Spáni í Orra Stein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 12:50 FCK vill ekki missa Orra Stein Óskarsson úr sínum röðum. Anders Kjaerbye/Getty Images Danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn hefur hafnað risatilboði frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Girona í Orra Stein Óskarsson. Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira