Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 19:05 Leiðtogar flokkanna tveggja á ráðstefnu jaðarhægri leiðtoga álfunnar um árið. EPA/Marcin Obara Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu. Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu.
Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira