Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 20:13 Léleg frammistaða Bidens í kappræðum á dögunum hefur vakið spurningar um heilsu forsetans. AP/Matt Kelley Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira