„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2024 06:29 Forsetinn var harðorður og kallaðir eftir meiri stuðningi. Vísir/EPA Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. „Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26