Einn rekinn heim vegna rasisma og tveir handteknir fyrir kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 11:30 Hugo Auradou (t.h.) lék sinn fyrsta landsleik um helgina. Hann hefur nú verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot. Rodrigo Valle/Getty Images Keppnisferðalag franska ruðningslandsliðsins er fljótt að breytast úr draumi í martröð. Um helgina var einn leikmaður liðsins rekinn heim fyrir að láta rasísk ummæli falla á samfélagsmiðlum sínum og nú hafa tveir verið handteknir fyrir kynferðisbrot. Franska landsliðið í ruðningi er um þessar mundir statt á keppnisferðalagi um Suður-Ameríku. Liðið vann 28-13 sigur gegn Argentínu síðastliðinn laugardag, en síðan þá hefur fækkað í landsliðshópnum um þrjá. Í gær, mánudag, var sagt frá því hér á Vísi að Melvin Jaminet hafi verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands gegn Argentínu, en eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla. Í morgun birtust svo fréttir af því að tveir leikmenn liðsins hafi verið handteknir. Þeir Hugo Auradou og Oscar Jegou, sem voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik, voru handteknir, grunaðir um kynferðisbrot, í Buenos Aires í gær. Auradou og Jegou verða fluttir til borgarinnar Mendoza þar sem brotið á að hafa átt sér stað. „Ef ásakanirnar reynast sannar er þetta ótrúlega alvarlegt mál,“ segir Florian Grill, forseti franska ruðningssambandsins. „Við munum una niðurstöðu rannsóknarinnar.“ 🚨🇫🇷 FLASH | Deux joueurs de l'équipe de France de rugby ont été arrêtés par la police en Argentine suite à une plainte pour agression sexuelle.— Cerfia (@CerfiaFR) July 9, 2024 Rugby Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Franska landsliðið í ruðningi er um þessar mundir statt á keppnisferðalagi um Suður-Ameríku. Liðið vann 28-13 sigur gegn Argentínu síðastliðinn laugardag, en síðan þá hefur fækkað í landsliðshópnum um þrjá. Í gær, mánudag, var sagt frá því hér á Vísi að Melvin Jaminet hafi verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands gegn Argentínu, en eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla. Í morgun birtust svo fréttir af því að tveir leikmenn liðsins hafi verið handteknir. Þeir Hugo Auradou og Oscar Jegou, sem voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik, voru handteknir, grunaðir um kynferðisbrot, í Buenos Aires í gær. Auradou og Jegou verða fluttir til borgarinnar Mendoza þar sem brotið á að hafa átt sér stað. „Ef ásakanirnar reynast sannar er þetta ótrúlega alvarlegt mál,“ segir Florian Grill, forseti franska ruðningssambandsins. „Við munum una niðurstöðu rannsóknarinnar.“ 🚨🇫🇷 FLASH | Deux joueurs de l'équipe de France de rugby ont été arrêtés par la police en Argentine suite à une plainte pour agression sexuelle.— Cerfia (@CerfiaFR) July 9, 2024
Rugby Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira