Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 22:39 Margrét Gísladóttir segir Kaup KS á Kjarnafæði jákvætt skref í rétta átt. Stærri og burðugri rekstrareiningar bæti samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Vísir/Vilhelm Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41