Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 23:21 Bandaríkjaforseti flutti ræðu í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. EPA/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu. NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu.
NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26