Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 11:24 Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Landspítalinn hefur nú lýst því yfir, í bréfi til lögmanns ekkju hans, að spítalinn geti ekki borið ábyrgð á plastbarkaígræðslunni, né heldur Tómas Guðbjartsson læknir. Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins. Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins.
Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41