„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 08:01 Dísa er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Evoto Fullt nafn? Dísa Dungal. Aldur? 31 árs. Starf? Ég er óvinnuhæfur íþróttafræðingur akkúrat núna. Ég starfaði sem einkaþjálfari og hóptímakennari í sex ár fyrir tæpum tveim árum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég byrjaði að taka fyrst þátt árið 2019 þegar þáverandi framkvæmdarstjóri sendi mér skilaboð um hvort ég hefði áhuga á að sækja um. Ég hafði þá ekkert vit á svona keppnum og var satt best að segja með smá fordóma fyrir þeim en út af forvitni ákvað ég að prófa. Það var síðan ekkert sambærilegt við það sem margir hér á landi halda heldur er þetta mögulega það uppbyggilegasta og skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég gæti örugglega skrifað nokkrar vel þykkar bækur um allt sem ég hef lært síðan ég byrjaði en það stærsta sem þetta hefur gefið mér er kjarkurinn og frelsið til þess að vera besta útgáfan af sjálfri mér án þess að láta fordóma annarra verða í vegi fyrir. View this post on Instagram A post shared by Dísa Dungal (@disadungal) Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Síðan kann ég smá í japönsku og þýsku en samt ekki nóg til þess að halda uppi samræðum. Hvað hefur mótað þig mest? Ég get ekki nefnt bara einn hlut því þeir eru allir þessir: Að búa á Íslandi, taka þátt í Ungfrú Ísland, ferðast og brjóta á mér bakið. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef átt mjög litríkt líf, fullt af rússíbönum og allskonar ævintýrum en það sem ég er að ganga í gegnum akkúrat núna slær öll met um það erfiðasta, að brjóta á mér hrygginn með þeim afleiðingum að öllu er kippt undan mér og ég þarf að endurhugsa lífið uppá nýtt og læra að lifa í nýjum verkjuðum líkama. Ég er búin að vera í næstum því tvö ár í endurhæfingu eftir tvær skurðaðgerðir og það er ekki auðvelt fyrir svona ofvirkan íþróttaálf eins og mig að slaka á. Hverju ertu stoltust af? Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir allt sem ég hef náð að gera fram að þessu óhappi og það er mikilvægt fyrir mig að minna mig á það á þessum viðkvæma tíma. Til dæmis að klára meistaranám, stofna fyrirtæki, vinna Miss Supranational Iceland 2020. Ég vil minna sjálfa mig á að ég get ennþá gert stórkostlega hluti þrátt fyrir að líða stundum eins og ég sé alveg gagnslaus, því ég veit ég er það alls ekki. Mig langar líka að sýna þeim fjölmörgu sem lenda illa á vegg að þetta er bara lífið að búa til tækifæri fyrir það sem þú áttir alltaf að vera að gera. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef ekki núna, þá hvenær? Hver er uppáhalds maturinn þinn? Allt ítalskt. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég á mér nokkrar fyrirmyndir sem allar hafa mismunandi eiginleika. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Axl Rose, söngvarinn úr Guns’N Roses. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég held að margir geta tengt við að gera heimskulega hluti á djamminu í denn en ég hef ekki drukkið áfengi í um það bil tíu ár og langar mig ekki einkenna við það í dag þannig ég ætla að halda þeim minningum gleymdum og gröfnum. View this post on Instagram A post shared by Dísa Dungal (@disadungal) Hver er þinn helsti ótti? Ég fékk að upplifa hann síðustu helgi. Það kom ógeðsleg könguló með kjólasendingunni minni frá Bandaríkjunum, lifði víst í mottunni í þrjá daga án þess að ég vissi það og beit mig í þokkabót þannig að ég var með risa kýli á fætinum sem ég hélt að væri flóabit og skildi ekkert í því af hverju bólguviðbrögðin voru svona rosaleg! Ég svaf ekkert þessa nótt sem ég fann hana skríðandi á gólfinu. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusama og heilbrigða í faðmi minnar eigin fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? All I want for Christmas is you, í öllum árstíðum. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa ekki lamast þegar ég brotnaði. Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína og var því send í bráðaaðgerð til að bjarga mér frá því að lamast. Ég er viss um að englar hafi vakið yfir mér í gegnum þetta. Uppskrift að drauma degi? Mínir bestu dagar eru að vakna á paradísareyju í mið-Ameríku í fullkomnu veðri, borða ferska ávexti í morgunmat, fara í lautarferð á litlum bát með vinum þar sem hægt er að sóla sig á þilfarinu. Stoppa aðeins fyrir utan eyjuna þar sem hægt er að synda í sjónum, spila tónlist og hafa það kósý í sólinni, taka jafnvel eitt scuba-dive. Enda svo daginn á að grilla saman og spila tónlist. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01 Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01 „Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01 Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01 Auðveldara að vera aðeins væmnari saman „Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna. 28. júní 2024 07:01 Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Evoto Fullt nafn? Dísa Dungal. Aldur? 31 árs. Starf? Ég er óvinnuhæfur íþróttafræðingur akkúrat núna. Ég starfaði sem einkaþjálfari og hóptímakennari í sex ár fyrir tæpum tveim árum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég byrjaði að taka fyrst þátt árið 2019 þegar þáverandi framkvæmdarstjóri sendi mér skilaboð um hvort ég hefði áhuga á að sækja um. Ég hafði þá ekkert vit á svona keppnum og var satt best að segja með smá fordóma fyrir þeim en út af forvitni ákvað ég að prófa. Það var síðan ekkert sambærilegt við það sem margir hér á landi halda heldur er þetta mögulega það uppbyggilegasta og skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég gæti örugglega skrifað nokkrar vel þykkar bækur um allt sem ég hef lært síðan ég byrjaði en það stærsta sem þetta hefur gefið mér er kjarkurinn og frelsið til þess að vera besta útgáfan af sjálfri mér án þess að láta fordóma annarra verða í vegi fyrir. View this post on Instagram A post shared by Dísa Dungal (@disadungal) Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Síðan kann ég smá í japönsku og þýsku en samt ekki nóg til þess að halda uppi samræðum. Hvað hefur mótað þig mest? Ég get ekki nefnt bara einn hlut því þeir eru allir þessir: Að búa á Íslandi, taka þátt í Ungfrú Ísland, ferðast og brjóta á mér bakið. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef átt mjög litríkt líf, fullt af rússíbönum og allskonar ævintýrum en það sem ég er að ganga í gegnum akkúrat núna slær öll met um það erfiðasta, að brjóta á mér hrygginn með þeim afleiðingum að öllu er kippt undan mér og ég þarf að endurhugsa lífið uppá nýtt og læra að lifa í nýjum verkjuðum líkama. Ég er búin að vera í næstum því tvö ár í endurhæfingu eftir tvær skurðaðgerðir og það er ekki auðvelt fyrir svona ofvirkan íþróttaálf eins og mig að slaka á. Hverju ertu stoltust af? Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir allt sem ég hef náð að gera fram að þessu óhappi og það er mikilvægt fyrir mig að minna mig á það á þessum viðkvæma tíma. Til dæmis að klára meistaranám, stofna fyrirtæki, vinna Miss Supranational Iceland 2020. Ég vil minna sjálfa mig á að ég get ennþá gert stórkostlega hluti þrátt fyrir að líða stundum eins og ég sé alveg gagnslaus, því ég veit ég er það alls ekki. Mig langar líka að sýna þeim fjölmörgu sem lenda illa á vegg að þetta er bara lífið að búa til tækifæri fyrir það sem þú áttir alltaf að vera að gera. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef ekki núna, þá hvenær? Hver er uppáhalds maturinn þinn? Allt ítalskt. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Ég á mér nokkrar fyrirmyndir sem allar hafa mismunandi eiginleika. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Axl Rose, söngvarinn úr Guns’N Roses. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég held að margir geta tengt við að gera heimskulega hluti á djamminu í denn en ég hef ekki drukkið áfengi í um það bil tíu ár og langar mig ekki einkenna við það í dag þannig ég ætla að halda þeim minningum gleymdum og gröfnum. View this post on Instagram A post shared by Dísa Dungal (@disadungal) Hver er þinn helsti ótti? Ég fékk að upplifa hann síðustu helgi. Það kom ógeðsleg könguló með kjólasendingunni minni frá Bandaríkjunum, lifði víst í mottunni í þrjá daga án þess að ég vissi það og beit mig í þokkabót þannig að ég var með risa kýli á fætinum sem ég hélt að væri flóabit og skildi ekkert í því af hverju bólguviðbrögðin voru svona rosaleg! Ég svaf ekkert þessa nótt sem ég fann hana skríðandi á gólfinu. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusama og heilbrigða í faðmi minnar eigin fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? All I want for Christmas is you, í öllum árstíðum. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa ekki lamast þegar ég brotnaði. Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína og var því send í bráðaaðgerð til að bjarga mér frá því að lamast. Ég er viss um að englar hafi vakið yfir mér í gegnum þetta. Uppskrift að drauma degi? Mínir bestu dagar eru að vakna á paradísareyju í mið-Ameríku í fullkomnu veðri, borða ferska ávexti í morgunmat, fara í lautarferð á litlum bát með vinum þar sem hægt er að sóla sig á þilfarinu. Stoppa aðeins fyrir utan eyjuna þar sem hægt er að synda í sjónum, spila tónlist og hafa það kósý í sólinni, taka jafnvel eitt scuba-dive. Enda svo daginn á að grilla saman og spila tónlist. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01 Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01 „Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01 Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01 Auðveldara að vera aðeins væmnari saman „Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna. 28. júní 2024 07:01 Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01
Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01
„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01
Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01
Auðveldara að vera aðeins væmnari saman „Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna. 28. júní 2024 07:01
Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21