Fótbolti

Lög­reglu­maður skaut mark­vörð í fótinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markvörðurinn var með ljótt skotsár á lærinu eftir byssuskot lögreglumannsins.
Markvörðurinn var með ljótt skotsár á lærinu eftir byssuskot lögreglumannsins. Skjámynd/@ge.globo

Allt varð vitlaust eftir fótboltaleik í Brasilíu á dögunum. Það endaði með því að lögreglumaður skaut leikmann í öðru liðinu.

Leikmenn heimaliðsins Grêmio Anápolis voru mjög reiðir eftir lokaflautið í þessum leik og veittust í framhaldinu að dómaratríóinu.

Það brutust út slagsmál í kjölfarið og umræddur lögreglumaður átti að reyna að leysa úr málunum.

Hann tók í staðinn upp byssu sína og skaut markvörðinn Ramón Souza í fótinn með gúmmíkúlu. Markvörðurinn var fluttur á sjúkrahús. Globo segir frá.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem byssuleikur lögreglumannsins var fordæmdur. Félagið hneykslast þar yfir viðbrögðum lögreglumannsins og telur að hann hafi þarna sýnt mikinn heigulskap.

„Við munum leita réttar okkar, sjá til þess að gerandinn hljóti sína refsingu og að réttlætinu verði fullnægt. Það á enginn að komast upp með svona verknað,“ sagði í yfirlýsingu frá Grêmio Anápolis félaginu.

Lögreglan í borginni Goiás hefur hafið rannsókn á atvikinu og lofar að hún verði ítarleg og nákvæm. Þeir segjast ekki lýða óviðeiganda hegðun meðal sinna starfsmanna.

Myndir eftir atvikið sýna stórt skotsár á læri markvarðarins.

Leikurinn á milli Grêmio Anápolis og Centro Oeste var í fylkismótinu í Brasilíu.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×