Bellingham líklega á leið í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 11:01 Jude Bellingham finnur vel fyrir axlarmeiðslunum en fari hann í aðgerð missir hann af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils. Getty/Robbie Jay Barratt Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira